2. janúar 2025
11. mars 2024
Tæknifólk og ljósmyndarar óskast
Listahátíð í Reykjavík býður upp á fjölbreytta listviðburði innan- sem utandyra; tónleika, sviðslista- og myndlistarsýningar, námskeið, partý, umræður og fleira.
Listahátíð í Reykjavík vinnur eftir aðgengisstefnu og leitast við að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins bæði meðal listafólks hátíðarinnar og í hópi starfsfólks.
TÆKNIFÓLK ÓSKAST Í KLÚBB LISTAHÁTÍÐAR
Klúbbur Listahátíðar leitar að tæknimanneskjum til að sjá um tæknikeyrslu á spennandi og fjölbreyttri dagskrá í Iðnó í júní. Um er að ræða samtals 80 klst í verktöku, blöndu af dag- og kvöldvinnu, sem dreifast á opnunartíma Klúbbsins 1.-16. júní. Greiddar eru 7.500 krónur fyrir tímann + VSK (9.300 kr. með VSK).
Klúbbur Listahátíðar hýsir fjölbreytta listviðburði; umræður, námskeið, sýningar, tónleika og partý fyrir alla aldurshópa. Klúbburinn er einnig vettvangur samtals og fyrir óformlegri tækifæri til að tengjast, kynnast nýju fólki og hugmyndum. Verkefnastjórar Klúbbsins eru Aude Busson og Sigurður Starr. Tæknifólk Klúbbsins þarf að hafa góða þekkingu á hljóðvinnu og reynslu af ljósavinnu, vera lausnamiðað og með ríka þjónustulund.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Enskukunnátta
- Menntun og/eða mikil reynsla af hljóðvinnu
- Reynsla af ljósavinnu
- Reynsla af tæknivinnu í Iðnó er kostur
- Jákvætt og opið hugarfar
- Rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð og stundvísi
Vinsamlegast sendið póst fyrir 24. mars á artfest@artfest.is þar sem reynsla og hæfni koma fram ásamt dæmum um síðustu verkefni í hljóð-/ ljósavinnu.
LJÓSMYNDARAR ÓSKAST
Listahátíð í Reykjavík leitar að ljósmyndurum til að mynda spennandi og fjölbreytta dagskrá frá 1. til 16. júní. Ljósmyndarar skipta með sér rúmlega 60 viðburðum sem fara fram á mismunandi tímum dags yfir hátíðartímann. Ljósmyndum er skilað jafn óðum til kynningarstjóra hátíðarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Íslenskukunnátta æskileg
- Enskukunnátta skilyrði
- Menntun og/eða reynsla af viðburðaljósmyndun
- Jákvætt og opið hugarfar
- Sjálfstæð vinnubrögð og stundvísi
Vinsamlegast sendið stutta ferilskrá og dæmi um viðburðaljósmyndir ykkar fyrir 24. mars á kara@artfest.is.