
6. febrúar 2025
30. maí -14. júní 2026
28. nóvember 2024
Listahátíð í Reykjavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Leitað er að einstaklingi með þekkingu á rekstri og stjórnun ásamt þekkingu og áhuga á íslensku menningarlífi.
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með fjármálum og rekstri húsnæðis og sinnir meðal annars innlendum og alþjóðlegum samskiptum, samningagerð og starfsmannahaldi.
Framkvæmdastjóri vinnur náið með listrænum stjórnanda hátíðarinnar og er ráðinn til fjögurra ára í senn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Listahátíð í Reykjavík var stofnuð árið 1970 og stendur fyrir alþjóðlegri listahátíð annað hvert ár. Hátíðin er í stöðugri þróun. Aðild að Listahátíð í Reykjavík eiga menningar- og viðskiptaráðuneytið, Reykjavíkurborg og fulltrúaráð sem er skipað helstu lista- og menningarstofnunum.
Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veita Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember nk.