12. desember 2024
12. desember 2024
Dagsetningar Listahátíðar 2026 tilkynntar!
Listahátíð í Reykjavík fer næst fram dagana 30. maí til 14. júní 2026.
Nýr listrænn stjórnandi, Lára Sóley Jóhannsdóttir, vinnur nú að mótun dagskrár næstu hátíðar. Á nýju ári verður hafist handa við að endurskoða og þróa áfram stefnur hátíðarinnar í samstarfi við fjölbreyttan hóp samstarfsaðila hátíðarinnar. Að því loknu verður kallað eftir tillögum að spennandi verkefnum fyrir hátíðina.
Takið 30. maí til 14. júní 2026 strax frá og fylgist vel með miðlum Listahátíðar til að missa ekki af neinu.
Ljósmynd: Dansarar úr Íslenska dansflokknum sýna úr verkinu While in battle I am free, never free to rest á opnun Listahátíðar 1. júní 2024 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Ljósmyndari: Juliette Rowland