Langborð: Fótspor listarinnar
Hvað getur listin lagt af mörkum til vistvænni heims og hver er ábyrgð þeirra sem skapa og njóta lista?
Að langborði er öllum boðið sem hafa áhuga á innihaldsríkum samræðum, hvort sem er með því að leggja orð í belg eða fylgjast með. Safaríkar samræður um umhverfismál og listir með listafólki hátíðarinnar, aktívistum og öllum sem vilja taka þátt.
Hér má finna nánari upplýsingar um Langborð:
https://www.split-britches.com/long-table
Ljósmynd frá verkinu: „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.
Aðgengi
Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn.