Hér & nú: List og vellíðan
5. JÚN
16:30
IÐNÓ
30. maí -14. júní 2026
Getur list unnið gegn stríði? Getur list unnið stríð?
Að langborði er öllum boðið sem hafa áhuga á innihaldsríkum samræðum, hvort sem er með því að leggja orð í belg eða fylgjast með. Komið og takið þátt í samtali um hlutverk lista á stríðstímum ásamt listafólki af hátíðinni.
Á íslensku og ensku.
Hér má finna nánari upplýsingar um Langborð:
https://www.split-britches.com/long-table
Ljósmynd: Amauri Meljía on Unsplash
Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn.