1.-16. júní 2024

Flóð

1. JÚN - 8. SEP
LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS

Alltumlykjandi innsetningar eftir Jónsa í Sigur Rós

Fyrsta einkasýning Jónsa í Evrópu verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á opnunardegi Listahátíðar.

Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Jónsi sækir hughrif í ferli eins og sjávarföll og veðrun en einnig í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga, rétt eins og upplifun okkar af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Undir yfirborðinu ólga kraftar sem geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jónsi (Jón Þór Birgisson) kom fyrst fram á sjónarsviðið sem forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar en hefur undanfarna tvo áratugi unnið þvert á listmiðla. Sem myndlistarmaður hefur hann m.a. haldið einkasýningar í Museum of Old and New Art (MONA) í Tasmaníu, Norræna safninu, Seattle og Art Gallery of Ontario, Toronto. Hann hefur undanfarin ár búið í Los Angeles, Bandaríkjunum.

Jónsi (IS)

Opnun 1. júní kl 14:00
Opnunartími: Alla daga kl. 10:00-17:00, fimmtudaga 10:00-22:00

0 - 2.350 kr

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi. Næsta strætóstoppistöð heitir Hafnarhúsið. Stoppistöðin Lækjartorg er einnig nærri. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 14
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13