
Dúettar
Ólík danspör stíga á svið og bjóða okkur í dansferðalag. Vinir, mæðgin, systkini, samstarfskonur … þau bindast ólíkum böndum en eiga það sameiginlegt að elska tónlist og dans. Þau fara með okkur aftur í tímann á djammið þar sem þau kynntust, birta okkur ævintýraheim, bjóða okkur inn í stemninguna þegar þau dansa í eldhúsinu á kvöldin. Þau flytja fyrir okkur dansinn sem þau eiga saman.
Verk Ásrúnar Magnúsdóttur hafa notið vinsælda og hreppt fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Hún leggur áherslu á að útvíkka hugmyndir okkar um dans, kóreógrafíu og sviðslistir. Verkið Dúettar er unnið í náinni samvinnu við hópinn.
Höfundur: Ásrún Magnúsdóttir
Hönnuður: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Ljósahönnuður: Pálmi Jónsson
Framkvæmdastjóri: Davíð Freyr Þórunnarson, MurMur Prodcutions
Dansarar: Arngunnur Hinriksdóttir & Garðar Hinriksson, Helga Rakel Rafnsdóttir & Viktoría Blöndal, Juulius Vaiksoo & Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Atli Már Indriðason & Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Bára Halldórsdóttir & Friðrik Agni Árnason, Þorbera Fjölnisdóttir & Hrafnkell Karlsson, Sigurður Valur Sigurðsson & Rósa Ragnarsdóttir
Samstarfsaðilar: List án landamæra
Aðgengi
Gott hjólastólaaðgengi. Tónmöskvi fáanlegur í miðasölu.
Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.
Strætóstoppistöðvarnar Borgarleikhúsið og Verzló eru næstar. Stoppistöðvarnar Kringlan og Kringlumýrarbraut eru einnig nálægt.
Myndaalbúm





