30. maí -14. júní 2026

Arkív

1. - 16. JÚN
KOLAPORTIÐ

Myndbandsportrett af 70 samtímadönsurum

Notalegur félagsskapur setur upp Arkív, lifandi dansgagnasafn sem samanstendur af 70 myndbandsportrettum sem varpað er upp á stóra skjái. Þar kemur saman flóra starfandi samtímadanslistafólks sem spannar kynslóðir. Gestum Listahátíðar er boðið að ganga inn í arkívið, staldra við og upplifa töfrana og þær margslungnu kenndir sem dansinn einn getur leyst úr læðingi. 

Í hverju portretti verða áhorfendur vitni að einlægri tjáningu dansara sem hreyfir sig í frjálsum spuna. Þar birtast óvænt augnablik sem afhjúpa fleiri en eina hlið manneskjunnar. Tilfinningarnar sem dansinn kveikir verða áþreifanlegar og útkoman er áleitin, lokkandi og ómótstæðileg sýning sem kveikir dansþrána í hjörtum áhorfenda.

Áhorfendum er velkomið að ganga um rýmið, fá sér sæti og vera eins lengi eða stutt og þau lystir og jafnvel taka nokkur spor sjálf. Heildartími verksins er um 60 mínútur en koma má að því hvenær sem er.

Notalegur félagsskapur er listrænt samstarf þriggja danslistakvenna, þeirra Erlu Rutar Mathiesen, Eydísar Rose Vilmundardóttur og Söru Margrétar Ragnarsdóttur.

Notalegur félagsskapur: Erla Rut Mathiesen, Eydís Rose Vilmundardóttir, Sara Margrét Ragnarsdóttir
Kvikmyndataka og eftirvinnsla: Ásta Jónína Arnardóttir

DANSARAR

Alona Perepelytsia, Aðalheiður Halldórsdóttir, Amanda Fritzdóttir, Anais Barthe, Anna Guðrún Tómasdóttir, Anna Kolfinna Kuran, Auður Bergdís Snorradóttir, Auður Huld Gunnarsdóttir, Baldvin Alan Thorarensen, Birna Karlsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Charmene Pang, Díana Rut Kristinsdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Gísladóttir, Erla Rut Mathiesen, Erna Guðrún Fritzdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Eydís Rose Vilmundardóttir, Felix Urbina, Gabriel Mariel Rideout, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hannes Egilsson, Heba Eir Kjeld, Inga Maren Rúnarsdóttir, Inga María Olsen, Ingólfur Björn Sigurðsson, Íris Ásmundardóttir, Júlía Kolbrún Sigurðardóttir, Júlía Sól Steinsson, Juliette Louste, Karítas Lotta Tulinius, Katie Hitchcock, Katrín Gunnarsdóttir, Katrín Vignisdóttir, Klavs Liepins, Kristín Marja Ómarsdóttir, Lilja Rúriksdóttir, Lena Margrét Jónsdóttir, Linde Hanna Rongen, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Olga Maggý Winther, Ólöf Ingólfsdóttir, Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir, Rebecca Hidalgo, Rebekka Sól Þórarinsdóttir, Saga Kjerúlf Sigurðardóttir, Sara Margrét Ragnarsdóttir, Salóme Sól Norðkvist, Selma Reynisdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigrún Ósk Stefánsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Snædís Lilja Ingadóttir, Sóley Frostadóttir, Sóley Ólafsdóttir,  Steinunn Ketilsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Tinna Grétarsdóttir, Una Björg Bjarnadóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Úlfhildur Tómasdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir, Yelena Arakelow, Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir, Þyrí Huld Árnadóttir

Erla Rut Mathiesen (IS)
Eydís Rose Vilmundardóttir (IS)
Sara Margrét Ragnarsdóttir (IS)

Opnun 1. júní kl. 17:00

2. júní frá 11:00 - 17:00
8.-9. júní frá 11:00 - 17:00
15.-16. júní frá 11:00 - 17:00

Ókeypis

Kolaportið
Ljósmyndaskólinn

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi. Næsta strætóstoppistöð heitir Hafnarhús. Lækjartorg er einnig nærri.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 14
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13