30. maí -14. júní 2026

While in battle I'm free, never free to rest

7. - 8. JÚN
BORGARLEIKHÚSIÐ

Íslenski dansflokkurinn mætir dönsurum úr street dance-senunni

Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street­dansarar og samtíma­dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.

Tanbur­tónlist Arash Moradi er sameiningar­afl í þessum menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi tónlistarflut­ningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi laglínum. Hooman Sharifi fæddist í Íran en kom fjórtán ára gamall einn síns liðs til Noregs. Fyrsta dansreynsla hans var í heimi hipphopps og street­dans. Hann útskrifaðist sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló árið 2000 og hefur síðan markað sér stöðu sem pólitískur, áleitinn og öflugur listamaður.

Höfundur & listrænn stjórnandi: Hooman Sharifi
Tónlist: Arash Moradi
Lýsing og búningar: Hooman Sharifi
Listrænn ráðgjafi: Brynja Pétursdóttir

Hooman Sharifi (IR/NO)
Íslenski dansflokkurinn (IS)

Kl. 20:00

6.900 kr
Kaupa miða

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi í Borgarleikhúsinu.

Tónmöskvi er aðgengilegur í miðasölu.

Strætóstoppistöðvarnar Borgarleikhúsið og Verzló eru næstar. Stoppistöðvarnar Kringlan og Kringlumýrarbraut eru einnig nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 2
LEIÐ 13
LEIÐ 14
LEIÐ 3
LEIÐ 4
LEIÐ 6
LEIÐ 1
LEIÐ 55
LEIÐ 57