30. maí -14. júní 2026

Dansinn í Klúbbnum 

12. JÚN
20:00
IÐNÓ

17:00-18:30 Hér & nú: Danssenan

Pallborðsumræður þar sem danslistafólk af hátíðinni tekur stöðuna á danssenunni á Íslandi í dag. Hvað er að breytast, hvaða fólk er það sem dansar og geta ólíkir straumar og stílar átt sér stefnumót? 

20:00-22:00 Dansinn í Klúbbnum

Dansverkstæðið býður til kvöldstundar tileinkaðri danslistinni með sýningu á nokkrum spennandi verkum í vinnslu, umræðum og broti úr danssöguverkefninu Secondhand Knowledge. Endum kvöldið á sjóðandi heitu dansíókí!


Um Dansverkstæðið:

Síðan Dansverkstæðið tók til starfa árið 2010 hefur starfsemin byggst á grunngildunum inngildingu og sjálfbærni, með það að markmiði að styðja við og þróa sjálfstætt starfandi danssenuna í Reykjavík. Dansverkstæðið býður upp á residensíur, leigir út stúdíó til sviðslistafólks af öllum toga og hýsir bæði námskeið og listræna viðburði. Frá upphafi hefur Dansverkstæðið verið rými og vettvangur þar sem danshöfundar og danslistafólk geta deilt vinnuferli sínu, rannsóknum og hugmyndum, og er ætla að vera heimili danslista í Reykjavík.

www.dansverkstaedid.com

Ljósmynd frá yfirtöku - Forward with dance

Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.

20:00-22:30

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. 

Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.

Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13