1.-16. júní 2024

Las Vegan

13. - 16. JÚN
HAFNARHÚS

Marglaga fjölskyldusaga í porti Hafnarhússins

Þegar barnið sér á TikTok að vísindamenn telji að heimurinn mun farast árið 2036 bregður konan á það ráð að flytja fjölskylduna til Las Vegas til að láta drauma barnsins um að læra látbragðsleik rætast áður en það er orðið um seinan. Í Las Vegas dragast þau smátt og smátt inn í heim skemmtanaiðnaðarins þegar konan fer að æfa loftfimleika og maðurinn sogast inn í sönglistina ...

Las Vegan fjallar um fjölskyldu í rofi — hjón á krossgötum með barn í myrkri tilvistarkreppu og einmana ömmu í herför gegn óréttlæti heimsins. Í þessu marglaga sviðsverki myndlistarkonunnar og leikmyndarhöfundarins Ilmar Stefánsdóttur tvinnast myndlist, leiklist, tónlist og sirkuslistir saman á magnaðan hátt. Leikið er á öll skynfæri áhorfenda og túlkun leikaranna er bæði mynd­- og hljóðræn.

Höfundur sjónleiks & uppfærslu: Ilmur Stefánsdóttir
Listrænn meðstjórnandi: Valur Freyr Einarsson
Flytjendur: Ebba Katrín Finnsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Davíð Þór Jónsson, Justyna Micota, Jón Sigurður Gunnarsson
Ljós & tækni: Blair Alexander
Hljóðvinnsla: Aron Þór Arnarsson
Höfundur myndvinnslu: Elmar Þórarinsson
Sirkusþjálfun: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran
Hár og förðun: Tinna Ingimarsdóttir
Aðstoð við uppsetningu: Auður Ösp Guðmundsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir (IS)
Common Nonsense (IS)

13. júní kl. 20:00
15. júní kl. 14:00
16. júní kl. 14:00

4.500 kr
Kaupa miða

Listasafn Reykjavíkur
Sviðslistasjóður
Launasjóður listamanna

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi. Næsta strætóstoppistöð heitir Hafnarhúsið. Stoppistöðin Lækjartorg er einnig nærri. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 14
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13