Yes Yes Yes
Nýsjálensk sýning um upplýst samþykki í kynlífi
Það er eitthvað að gerast á milli Jamie og Ari. Karin og Tom sömuleiðis. Þau eru stödd í sitt hvoru partýinu en sögurnar þeirra eru eins. Þar til þær eru það alls ekki.
Leiksýningin Yes Yes Yes er að hluta til heimildaleikhús og að hluta til opnar samræður. Sýningin er sérstaklega sköpuð fyrir ungt fólk sem er að takast á við snúin en brýn viðfangsefni á borð við heilbrigð sambönd, þrá og samþykki.
Eleanor Bishop og Karin McCracken (EBKM) hafa unnið saman frá árinu 2017 og hlotið fjölda verðlauna. Þær búa til samfélagslega þenkjandi og frumlegt leikhús fyrir alls konar áhorfendur. Þetta nýjasta verk þeirra blandar saman hrífandi einleik og þátttökuleikhúsi. Sýningin fer fram á ensku.
„Vitsmunaleg, næm og heiðarleg sýning sem einkennist af samhug og innsæi - og algjörlega laus við allar predikanir.” (Theatreview)
Höfundar: Eleanor Bishop & Karin McCracken
Flutt af: Karin McCracken
Leikstjóri: Eleanor Bishop
Ljósahönnun: Rachel Marlow (Filament Eleven 11)
Tæknistjórn: Elliot Blue
Aðgengi
Aðgengi er fyrir hjólastóla. Starfsfólk miðasölu aðstoðar notendur hjólastóla við að finna góðan stað í salnum.
Næsta strætóstoppistöð er Ráðhúsið en stoppistöðvarnar MR og Lækjartorg eru einnig nálægt.