POPera
Fylgið fjólubláum varúlfi í háskaför um alheiminn. POPera er margmiðlunarlistaverk eftir þau Diönu Burkot, trommuleikara Pussy Riot, og fjöllistamannninn Michael Richardt sem máir út mörkin milli tónleika og gjörningalistar. Diana Burkot (AKA Rosemary loves a blackberry) þeytir skífum eftir sýninguna.
Diana Burkot er pródúsent, tónskáld, tónlistarflytjandi (raftónlist, trommur, söngur, hljóðgervill), plötusnúður, listakona, aktívisti og vídeólistakona. Michael Richardt er listamaður sem vinnur mest með tíma og langvarandi gjörninga. Hann skapar kvikmyndir, ljósmyndir, skúlptúra, texta og hreyfingar. Hann trúir á mæðraveldið.
Viðburðurinn fer fram á ensku.
Sýningin er táknmálstúlkuð af Margréti Auði Jóhannesdóttur.
Táknmálstúlkun styrkt af ÖBI.
Credits:
Tónskáld / Composer: Diana Burkot
Textar og flutningur / Lyrics and Performance: Michael Richardt
Hár / Klaudia Kaczmarek
Ljósmynd: Sandijs Ruluks
20:30-23:00
Rannís
The Icelandic Music Recording Fund
The Danish Arts Foundation
Aðgengi
Hjólastólaaðgengi er í Iðnó.
Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.
Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn.