30. maí -14. júní 2026

Drengurinn fengurinn / Apex Anima & FRZNTE

5. JÚN
20:30
IÐNÓ

Í fyrsta hluti kvöldsins mætir Drengurinn fengurinn í Klúbbinn með sína safaríku blöndu af tónlist og gjörningalist. Hann er þekktur sem afkastamesti tónlistarmaður Íslands og gerir út frá stúdíó-inu Dælunni miklu á Akureyri. Árið 2023 gaf hann út 24 plötur og sumir segja að þær séu nokkuð fínar.

Í kjölfarið bjóða Apex Anima & FRZNTE upp á alltumlykjandi tónlistar- og sjónlistatrylling. Apex Anima leikur nýjustu raftónlistarsmelli sína sem hún hefur sankað að sér á ferðalögum um víddir alheimsins. FRZNTE sameinar súlúdans og tech noir-fagurfræði og skapar draumkennda sjónræna upplifun sem er óður til mannslíkamans og kvenlegrar valdeflingar. Þær blanda því himneska saman við það fýsíska, því platónska saman við það erótíska og hinu kyrrstæða við fimleikakúnstir. Þegar við bætast þrívíddarvörpun Boris Kourtokouvs verður til alltulykjandi upplifun.


Apex Anima ljósmyndari: Aleksandra Milano

http://egilljonasson.com/

http://www.unnurandrea.net

www.frznte.fun

Egill Logi Jónasson
Franziska Zahl
Unnur Andrea Einarsdottir

20:30-22:00

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. 

Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.

Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13