
Fögnuður fullorðinna
Gjörningur eldri borgara þar sem við gefumst ellinni af fullri reisn. Glöð og þakklát fyrir hvert ár sem við fáum að njóta þess að lifa. Hér heiðrum við ellina, færum henni fórn með því að gefast henni á hönd í táknrænni athöfn.
Sæmi Rokk Pálsson, Rebekka A. Ingimundardóttir og Þórey Sigþórsdóttir unnu saman við uppsetningu verksins „Ég lifi enn. Sönn saga” í Tjarnarbíó í fyrra. Þar var sleginn upptaktur fyrir þessa samvinnu. Þau vilja skapa vettvang fyrir kynslóðirnar til að hittast, dansa og fagna saman.
https://www.facebook.com/blik.productions
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Aðgengi
Hjólastólaaðgengi er í Iðnó.
Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.
Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn.