30. maí -14. júní 2026

14. mars 2024

Sæskrímslaviðvörun!

Sæskrímslin - Nýtt íslenskt götuleikhús á ferð um landið í sumar!

Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Á opnunardegi Listahátíðar birtast okkur ótrúlegar kynjaverur í kringum höfnina í Reykjavík þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props leiða saman hesta sina í nýju, íslensku götuleikhúsverki af stærri gerðinni fyrir alla fjölskylduna.

Sæskrímslin láta ekki staðar numið eftir opnunarhátíðina heldur munu þau halda áfram ferð sinni um landið og koma við á fjórum stöðum til viðbótar.

1. júní kl. 15:00 Reykjavík (Miðbakki)

4. júní kl. 17:15 Akranes (Smábátahöfnin v/Faxabraut)

8. júní kl. 15:00 Ísafjörður (Byggðasafn Vestfjarða)

12. júní kl. 17:15 Húsavík (Naustagarður, Húsavíkurhöfn)

15. júní kl. 15:00 Neskaupstaður (Norðfjarðarkirkja)

Salka Guðmundsdóttir, ritstjóri hjá Listahátíð í Reykjavík, tók á dögunum viðtal við Eyrúnu Ævarsdóttur forsprakka Hringleiks og Hildi Knútsdóttur rithöfund sem skrifaði leikgerð verksins.