2. janúar 2025
21. ágúst 2024
Nýir verndarar Listahátíðar og Eyrarrósarinnar
Listahátíð í Reykjavík er heiður að tilkynna að nýkjörinn forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur samþykkt að taka að sér hlutverk verndara hátíðarinnar, en áratuga hefð er fyrir því að forseti Íslands gegni þessu hlutverki.
Auk þess er ánægjulegt að segja frá því að maki forseta, hr. Björn Skúlason, hefur einnig vinsamlega samþykkt að taka að sér hlutverk verndara Eyrarrósarinnar, sem frú Eliza Reid hefur gegnt af alúð undanfarin átta ár. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins annað hvert ár. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Icelandair.
Um leið og hátíðin fagnar nýjum verndurum færir hátíðin fyrrum forsetahjónum, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og frú Elizu Reid fyrir stuðninginn og velvildina sem þau hafa sýnt hátíðinni og Eyrarrósinni undanfarin ár.
Ljósmynd: Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, og eiginmaður forseta, hr. Björn Skúlason, í Kringlu Alþingishússins. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar.