![Portrett mynd af Fjólu](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2FZ6SDWZbqstJ9-Sbn_Fj%25C3%25B3la2.jpg%3Fauto%3Dformat%252Ccompress%26rect%3D0%252C110%252C1600%252C1564%26w%3D4093%26h%3D4000&w=1300&q=75)
6. febrúar 2025
30. maí -14. júní 2026
6. febrúar 2025
Fjóla Dögg Sverrisdóttir hefur nú látið af starfi framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, starfi sem hún sinnti af mikilli fagmennsku í um 8 ár.
Fjóla átti í afar farsælu samstarfi við listræna stjórnendur hátíðarinnar og annað starfsfólk. Á starfstíma Fjólu hefur hátíðin tekið miklum breytingum og tók hún virkan þátt í að innleiða stefnur hátíðarinnar, þá síðast þar sem sérstök áhersla var lögð á aðgengi og inngildingu og umhverfismál.
Stjórn og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þakka Fjólu fyrir afar gefandi og gott samstarf og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar.
Við óskum Fjólu alls hins besta á nýjum vettvangi.