30. maí -14. júní 2026

6. febrúar 2025

Fjóla Dögg lýkur störfum hjá Listahátíð

Fjóla Dögg Sverrisdóttir hefur nú látið af starfi framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, starfi sem hún sinnti af mikilli fagmennsku í um 8 ár.

Fjóla átti í afar farsælu samstarfi við listræna stjórnendur hátíðarinnar og annað starfsfólk. Á starfstíma Fjólu hefur hátíðin tekið miklum breytingum og tók hún virkan þátt í að innleiða stefnur hátíðarinnar, þá síðast þar sem sérstök áhersla var lögð á aðgengi og inngildingu og umhverfismál.

Stjórn og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þakka Fjólu fyrir afar gefandi og gott samstarf og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar.

Við óskum Fjólu alls hins besta á nýjum vettvangi.