30. maí -14. júní 2026

7. október 2024

Listahátíð er flutt í nýtt húsnæði

Skrifstofa Listahátíðar í Reykjavík er flutt úr Gimli, Lækjargötu 3 að Austurstræti 5, 4. hæð. Listahátíð er hér í mjög góðum félagsskap en á sömu hæð má finna Myndlistarmiðstöð, Safnaráð, Sviðslistamiðstöð, Miðstöð íslenskra bókmennta og List fyrir alla. Í sama húsi á 2. hæð má einnig finna Tónlistarmiðstöð.

Listahátíð í Reykjavík hefur verið á Bernhöftstorfunni frá upphafi en hún hóf starfsemi sína í einu herbergi í Gimi árið 1969. Árin 1995-2010 var starfsemi Listahátíðar í bakhúsinu sem hýsir nú Kornhlöðuna og flutti þá aftur í Gimli.

Til að byrja með er aðeins aðgengi frá Austurstræti en lyftan þar er gömul og því ekki aðgengileg öllum. Verið er að betrumbæta aðgengi að húsinu frá Hafnarstræti og má búast við fullu aðgengi að skrifstofu Listahátíðar innan nokkurra vikna.

Nýtt póstfang hátíðarinnar er Austurstræti 5, 101 Reykjavík.

Myndaalbúm