12. desember 2024
4. apríl 2024
Dagskrá 2024 kynnt!
Loksins er komið að því - við kynnum með mikilli tilhlökkun dagskrá hátíðarinnar 1.-16. júní næstkomandi.
Dagskráin er stútfull af spennandi viðburðum af ýmsum toga og hátíðin teygir sig langt út fyrir borgarmörkin. Langar þig að ganga inn í alltumlykjandi myndlistarverk, elta sæskrímsli um höfnina, heyra glæný tónverk, horfa á hrífandi danssýningu, ganga um náttúruna með hljóðverk í eyrunum, hlusta á heimsfrægt tónlistarfólk - eða kannski allt þetta? Þú finnur eitthvað sem kitlar á dagskrá Listahátíðar í ár.
Smelltu hér til að skoða rafrænt eintak af kynningarritinu okkar sem verður svo líka hægt að næla sér í víðsvegar um borgina.