30. maí -14. júní 2026

23. maí 2024

Brynhildur Guðjónsdóttir í NASSIM

Brynhildur Guðjónsdóttir stígur á svið í NASSIM!

Af óviðráðanlegum orsökum getur Ólafur Darri Ólafsson því miður ekki leikið sýninguna NASSIM eins og áætlað var þann 5. júní.

En gestir þurfa ekki að örvænta – í hans stað kemur engin önnur en hin margrómaða Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Brynhildur bætist í hóp hugrakkra stórleikara en auk hennar ætla þau Halldóra Geirharðsdóttir og Ingvar Sigurðsson að leika sína sýningu hvort af NASSIM, þar sem nýr leikari mætir til leiks á hverju kvöldi og fær hvorki að sjá handritið né æfa sýninguna fyrirfram!

Miðasölu má finna hér.