1.-16. júní 2024

Yfirtaka: (H)ANDAFLUG

9. JÚN
11:00
IÐNÓ

Sviðslistahópurinn O.N. productions lætur hendur standa fram úr ermum þegar íslenska táknmálið tekur Iðnó yfir.

Gestir fá að spyrja og fræðast, leika og læra, njóta lista og kynnast menningarheimi Döff. Yfirtakan verður sannkallað hlaðborð af fjölbreyttum réttum á borð við vinnustofur, spjallstundir og táknmálskaffihús. Hápunkturinn verður skemmtidagskráin Haltu kjafti og horfðu! #2, þar sem Döff listafólk býður til veislu fyrir skynfærin, hláturtaugarnar og hjartað. 

Íslenska táknmálið ræður ríkjum en séð verður til þess að veita heyrandi þátttakendum aðgengi eftir þörfum.

Dagskrá:

12.00- 13.30 - Leiklistarnámskeið fyrir döff og coda börn (6 ára og eldri)
Staður: Stóri salur í Iðnó

Kennarar: Uldis Ozols og Adda Rut Jónsdóttir
FRÍTT!
Skráningar á: addarut@gmail.com
Nafn barns, aldur og nafn + símanr. forráðamanneskju.

13.30 - 14.30 - Táknmálsnámskeið fyrir heyrandi

Farið verður yfir grunntákn og setningar í íslensku táknmáli. Frábært tækifæri til að kynnast táknmálinu og læra eitthvað nýtt og spennandi.
Staður: Stóri salur í Iðnó
Kennari: Sólrún Birna Snæbjörnsdóttir
FRÍTT!
Skráning á doodle: https://forms.gle/QkLnVXPqrSd4j5aN8

14.00 - 17.00 - Táknmálskaffihúsið opið
Staður: Sunnusalur í Iðnó

Á táknmálskaffihúsinu fá gestir tækifæri til að spreyta sig í að eiga samskipti á táknmáli og verður táknmál eini gjaldmiðill kaffihússins. Hægt verður að styðja sig við myndir af táknum á veggjum rýmisins og starfsfólkið spjallar við gesti og aðstoðar þá við að æfa táknmálsfærnina.
Upplagt er að skella sér fyrst á námskeiðið og kíkja svo á kaffihúsiði og æfa sig á eftir!

15.00 - 17.00 - Workshop fyrir döff
"Er pláss fyrir Döff og táknmál í sviðslistaheiminum?"

Unnið verður útfrá þessari spurningu á vinnustofunni, sem verður bæði í formi fræðslum, umræðna og skapandi verkefna. Frábært tækifæri fyrir Döff til að skapa umræður og hafa áhrif.

Staður: Stóri salur í Iðnó
Stjórnandi: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
FRÍTT!
Skráning á doodle: https://forms.gle/u9tWz7e5jjiM29Vv6

17.00 - 18.00 - Pallborðsumræður
"Hvað getur þú gert til að auka aðgengi Döff áhorfenda og listafólks að sviðslistum?"

Í pallborði verða fulltrúar sviðslistasenunnar og stofnana, auk fulltrúa Félags heyrnarlausra, sem ræða þá spurningu sem gengið er útfrá.

Í pallborði verða:
Vala Fannel, verkefnastjóri samfélagsmála Þjóðleikhússins
Pétur Ármannsson, úr Sviðslistaráði
Una Þorleifs, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra
Emelía Antonsdóttir Crivello, skóla- og verkefnastjóri Borgarleikhússins.

Áhorfendur fá einnig tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðunni.

Staður: Stóri salur í Iðnó
Stjórnandi: Ástbjörg Rut Jónsdóttir (Adda Rut)
Ekki er þörf á að skrá sig, bara mæta!

20.00 - 21.15 - Haltu kjafti og horfðu #2
Lokapartý yfirtökunnar opnar með skemmtidagskránni Haltu kjafti og horfðu! #2, þar sem Döff listafólk býður til veislu fyrir skynfærin, hláturtaugarnar og hjartað.
Döff listamanneskjur sýna hvað í þeim býr og veita áhorfendum magnaða innsýn í menningu Döff, með fjölbreyttum stuttum atriðum. Táknmálstúlkar raddtúlka viðburðinn eftir þörfum.

ÓKEYPIS AÐGANGUR!
Staður: Stóri salur í Iðnó

21.30-24.00 - Lokapartý
Skálum, spjöllum og njótum tónlistar í gegnum ólík skynfæri.
DJ ökull spilar og AI Music Visualization kemur við sögu.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR, EIGA VIÐ YKKUR SAMTAL OG NJÓTA SAMAN!

O.N. Productions (IS)
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13