Yfirtaka: Burlesque
Fjaðrir, skrautsteinar og glamúr!
Börlesk er rótgróið sviðslistaform sem einkennist af húmor, kynþokka, satíru og glæsileika. Á Íslandi er börlesk samfélagsdrifin og gróskumikil jaðarsviðslistasena. Nú fá gestir og gangandi tækifæri til að baða sig í glitrandi valdeflingu þegar börlesk-senan tekur völdin í Klúbbnum með vinnustofum, listamannaspjalli og alls kyns uppákomum. Deginum lýkur með glænýrri börlesk-sýningu þar sem fremsta listafólk senunnar mun heilla áhorfendur upp úr skónum.
Ókeypis og öll fullorðin velkomin.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.
Dagskrá:
10:30-11:00 Móttaka og skráningar
11:00-12:20 Burlesk 101 með Margréti Erlu Maack
12:50-14:10 Stríðinn Stóladans með Ava Gold
14:25-15:50 Stráklesk með Nemesis Van Cartier
14:25-15:50 Búninga grunnur fyrir burlesk - Feika´ða til að meika´ða með Ava Gold
16:05-17:20 Burlesk leikmunir og props með Bobbie Michelle
16:05-17:20 Útgeislun á öllum aldri með Silver Foxy
17:30-18:20 Listamannaspjall með kennurum dagsins: Koddá trúnó!
21:00 Burlesk Klúbburinn: Endum daginn á ógleymanlegri burlesk sýningu
Athugið að takmarkað pláss er í boði, skráningar fara fram hér: https://forms.gle/QWWXXRyg8UL2BHzEA
Aðgengi
Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn.