30. maí -14. júní 2026

Lise Davidsen

1. JÚN
20:00
ELDBORG

Sópransöngkonan Lise Davidsen - sem New York Times kallaði „rödd aldarinnar“ - kemur fram á Listahátíð í Reykjavík í júní næstkomandi.

Þessi einstaka tónlistarkona sem ekki sá óperu fyrr en hún var tvítug er í dag að springa út sem ein af stórstjörnum klassískrar tónlistar og hefur hrifið hlustendur víðsvegar um heim með blæbrigðaríkri og kraftmikilli rödd sinni. Í tónlistartímaritinu Gramophone var Davidsen lýst sem einhverjum hæfileikaríkasta söngvara sem fram hefur komið áratugum saman.

Hún hefur m.a. sungið í Metropolitan-óperunni, á Scala og Bayreuth-hátíðinni og lokaði Proms-hátíðinni síðasta sumar. Nú fá tónlistarunnendur á Íslandi að hlýða á magnaðan flutning hennar.

Á tónleikunum í Eldborg mun Lise Davidsen syngja fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar ótrúlega færni hennar og mun þar flytja heillandi einsöngsverk eftir Grieg, Puccini, Sibelius og Schubert, svo fátt eitt sé nefnt. Meðleikari hennar á tónleikunum er hinn margverðlaunaði píanisti James Baillieu.

Lise Davidsen (NO)
James Baillieu (ZA)

Kl. 20:00 - 22:00

3.900 - 14.900 kr
Kaupa miða

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi í Hörpu. Tónmöskvi er í miðasölu.

Stoppistöðin Harpa er næst Hörpu en einnig er stoppistöðin Lækjartorg nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 3
LEIÐ 1
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14