30. maí -14. júní 2026

Leiðsögn fyrir fjölskyldur: (Post)

12. JÚN
14:00
NORRÆNA HÚSIÐ

Hrafnhildur Gissurardóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum, ungmennum og fjölskyldum frá sýningunni (Post).

Ókeypis

Aðgengi

Athugið að aðgengi að Norræna húsinu er skert vegna framkvæmda utanhúss. Aðgengi að Hvelfingu er með mjóum göngustíg og tröppum niður, einnig er hægt að fara inn um lyftu frá aðalinngangi en þangað liggur mjór stígur og rampur í gegnum framkvæmdasvæði og er aðgengi því erfitt fyrir hjólastóla. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Nánari upplýsingar um aðgengi veitir: kolbrun@nordichouse.is
Næsta strætóstoppistöð heitir Háskólatorg. Stoppistöðin Veröld er einnig nærri sem og Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 12
LEIÐ 15
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 55