30. maí -14. júní 2026

Kiosk 108

7. - 8. JÚN
KIOSK 108, SEYÐISFIRÐI

ATH opnun frestast til laugardags kl 16 vegna veðurs!

Alþjóðleg neðanjarðarlist í stýrishúsinu á Seyðisfirði

KIOSK 108 - Captain’s Bridge / Stýrishús - NO PANIC ehf. er sjálfstæður vettvangur lista á Seyðisfirði. KIOSK 108 er staðsett í umbreyttu stýrishúsi trillu frá árinu 1969 og er miklu meira en bara viðburðastaður - þar finna gestir einstakan suðupott sjónlista, tónlistar og gjörninga.

Nú blæs KIOSK 108 til tveggja daga hátíðar í samstarfi við Listahátíð þar sem skipstjórinn Monika Fryčová býður upp á óvænta og töfrandi viðburði. Á dagskránni verða ómissandi atriði þar sem saman fléttast framsækin listsköpun, psychedelia, rokk og ról, þjóðlagatónlist, djass, pönk og metal svo úr verður margbreytilegt og ástríðufullt neðanjarðarpartý.

Frekari upplýsingar má fá á kiosk108.net og á Instagramsíðunni kiosk108iceland.

Þakkir: Sigurbergur Sigurðsson, Garðar Rúnar, Tinna K. Halldórsdóttir, Sebastian Reuss, Malte Urbschat, Jan Žalio, Michaela Stadlerova, Rodrigo Neto

Amy Knoles (US) & Houman Pourmehdi (US)
Jemma Freeman and The Cosmic Something (UK)
Miomantis (IS)
DJ Smutty Smiff introducing Fógetarnir (UK/IS)
Malte Struck (DE) & Mark Wehrmann (DE)
Sindri Dýrason (IS) & Þórarinn Ingi Jónsson (IS)
Auxpan (IS)
kr. 2.000-3.000

Sóknaráætlun Austurlands
No Panic ehf.
Austursigling

Aðgengi

Viðburðurinn fer fram utandyra í almenningsrými. Aðgengi fyrir hjólastóla er takmarkað þar sem farið er yfir gras til að komast að viðburðarstaðnum.