INTO Festival
Þriggja daga alþjóðleg listahátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
INTO er alþjóðleg hátíð skapandi fólks sem haldin er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en menningarstarf Alþýðuhússins hreppti Eyrarrósina 2023. Á hátíðina mætir fjölbreyttur hópur listafólks víða að, með opinn huga og einlæga löngun til að verða fyrir áhrifum hvert af öðru og af heimafólki. Á slíku stefnumóti verður til listrænn galdur.
Stjórnendur INTO eru þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS) og Will Owen (US) en þau hafa unnið saman að sýningarverkefnum í Danmörku og á Íslandi í samstarfi við Aros listasafnið í Árósum og heimafólk á hverjum stað. INTO-hátíðin var fyrst haldin í Assedrup árið 2023 og stefnt er að því að hátíðin 2025 fari fram í New York.
Siglufjörður mun iða af sköpunarkrafti alla hátíðardagana en á dagskránni eru meðal annars myndlistarsýningar, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur. Viðburðirnir fara fram bæði í Alþýðuhúsinu og víðs vegar um bæinn, inni og úti.
Borgið það sem þið ráðið við
Ekkert fast gjald er á hátíðina. Hér neðar er viðmiðunarverð, en veljið það verð sem ykkur finnst eiga best við. Ekki er tekið við kortum á hátíðinni en auðvelt er að greiða með millifærslu á reikning, á aur eða kass og með peningum.
Viðmiðunarverð:
Helgarpassi 15.000 kr.
Dagspassi 5.000 kr.
Allur ágóði rennur til listafólksins sem kemur fram á INTO Festival.
INTO 2024 Dagskrá
7. júní
kl. 14.00- 15.00 - Ljósastöðin, uppákoma, Tommy Nguyen, Will Owen og Sholeh Asgary
kl. 15.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, sýningaropnun, Styrmir Örn Guðmundsson
kl. 15.30 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið, útilistaverk, Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson
Kl. 16.00 - 17.30 - Vinnustofa Ástþórs - sýningaropnun, Arnar Ómarsson
Kl. 16.00 - 18.00 - Ráðhússalur, sýningaropnun, Bergþór Morthens
kl. 16.00 - 17.30 - Herhúsið, Arna Guðný Valsdóttir sýnir
kl. 16.00 - 17.30 - Segull 67, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen sýna
Kl. 16.00 - 17.30 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson
kl. 17.30 - 18.00 - Móttaka á vegum Eyrarrósarinnar og Listahátíðar í Reykjavík
kl. 18.00 - 19.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Þórir Hermann Óskarsson
kl. 21.00 - 22.00 - tankinum við Síldarminjasafnið, Hljóðverk / Innsetning, Abdul Dube
kl. 22.00 - 23.00 - Alþýðuhúsið, tónlistaspuni, Will Owen, Magnús Trygvason Eliassen
8. júní
kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, Styrmir Örn Guðmundsson sýnir
kl. 14.00 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið - Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson
kl. 14.00 - 17.00 - Herhúsið, sýningaropnun, Arna Guðný Valsdóttir
kl. 14.00 - 17.00 - Tankurinn við Síldarminjasafnið, Abdul Dube sýnir
kl. 14.00 - 17.00 - Vinnustofa Ástþórs, Arnar Ómarsson sýnir
kl. 15.00 - 17.00 - Segull 67 - sýningaropnun, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen
kl. 16.00 - 17.00 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson
kl. 17.00 - 17.30 - Alþýðuhúsið, ljóðalestur, Brynja Hjálmsdóttir
kl. 20.00 - 20.45 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Katrin Hahnar
kl. 21.00 - 22.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Magnús Trygvason Eliassen, Tumi Árnason
9. júní
kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, Styrmir Örn Guðmundsson
kl. 14.00 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið, Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson
kl. 14.00 - 17.00 - Segull 67, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen sýna
kl. 14.00 - 17.00 - Herhúsið, Arna Guðný Valsdóttir sýnir
kl. 14.00 - 17.00 - Tankurinn við Síldarminjasafnið, Abdul Dube sýnir
kl. 15.00 - 17.00 - Alþýðuhúsið, uppákomur, Andri Freyr Arnarsson og aðrir þátttakendur í INTO
kl. 16.00 - 17.00 - Söluturninn, Örlygur Kristfinnsson sýnir
Sóknaráætlun Norðurlands estra
Fjallabyggð
Byggðastofnun
Icelandair
Aðgengi
Meginhluti viðburða verða haldnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem er ágætis aðgengi fyrir hjólastóla en ekki salerni fyrir fatlaða.
Ein sýning verður í Ráðhússal Siglufjarðar og þar er hjólastólaaðgengi.
Aðrir viðburðir á listahátíðinni INTO eru víða um bæinn, sumir utandyra en aðrir innandyra í óhefðbundnum sýningarrýmum þar sem ekki er gert sérstaklega ráð fyrir hjólastólaaðgengi.