1.-16. júní 2024

Yfirtaka: Vökufélagið

2. JÚN
11:00
IÐNÓ

Iðnó mun iða af lífi þegar Vökufélagið tekur völd. Vökufélagið hefur það að markmiði að styðja gróskumikið þjóðlistasamfélag á Íslandi ásamt því að efla lifandi hefðir og menningararf á sviði þjóðlaga, söngs, dans, kveðskapar, handverks o.fl.

Á yfirtökunni verður boðið upp á aragrúa viðburða allt frá söng-, hljóðfæra- og danssmiðjum yfir í hljóðfæraleik, handverk, samspil og umræðuvettvang um þjóðlist. Dagskráin nær hápunkti sínum með tónleikum þar sem hlýða má á úrval fremstu listamanna á sviði þjóðtónlistar.

Yfirtaka Vökufélagsins verður óður til fjölbreytileika í lifandi menningarlandslagi þjóðlista á Íslandi.

Vökufélagið
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13