1.-16. júní 2024

Yfirtaka: (H)ANDAFLUG

9. JÚN
11:00
IÐNÓ

Sviðslistahópurinn O.N. productions lætur hendur standa fram úr ermum þegar íslenska táknmálið tekur Iðnó yfir.

Gestir fá að spyrja og fræðast, leika og læra, njóta lista og kynnast menningarheimi Döff. Yfirtakan verður sannkallað hlaðborð af fjölbreyttum réttum á borð við vinnustofur, spjallstundir og táknmálskaffihús. Hápunkturinn verður skemmtidagskráin Haltu kjafti og horfðu! #2, þar sem Döff listafólk býður til veislu fyrir skynfærin, hláturtaugarnar og hjartað. 

Íslenska táknmálið ræður ríkjum en séð verður til þess að veita heyrandi þátttakendum aðgengi eftir þörfum.

O.N. Productions (IS)
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13