1.-16. júní 2024

DAGADANA

2. JÚN
20:00
NORÐURLJÓS, HARPA

Pólsk-úkraínsk tónlist í samtali við samtímann

Síðustu fimmtán árin hefur hljómsveitin DAGADANA ferðast um heiminn og heillað áheyrendur jafnt sem gagnrýnendur. Þessi gleðiríka og grúví sveit kafar ofan í pólska og úkraínska menningu og vefur slavneska þjóðlagatónlist saman við allar mögulegar tónlistarstefnur.

DAGADANA vilja stuðla að því að fólk hvarvetna að úr heiminum geti komið saman og deilt tónlist sinni og list - þau sjá sig sem tónlistarsendiherra sem hlúa að gagnkvæmum skilningi milli Póllands og Úkraínu, nágrannalanda sem eiga sér mikið sameiginlegt mál- og menningarlega en eru þó að mörgu leyti ólík. Starf hljómsveitarinnar hefur öðlast aukið vægi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sífelld tilraunastarfsemi sveitarinnar gefur tilefni til bjartsýni - tónlistin getur komið okkur á óvart, snert við okkur og opnað augu.

DAGADANA hafa komið fram í marokkóskri eyðimörk, í Forboðnu borginni í Kína og á Glastonbury-hátíðinni - og nú í Reykjavík! Tónleikar hljómsveitarinnar verða sannkallaður suðupottur menningarheima með sérstökum innlendum gestum. Háskólakórinn kemur fram undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar og einnig leikur Chris Foster á langspil.

Söngur & rafhljóðfæri: Daga Gregorowicz
Söngur, píanó & hljómborð: Dana Vynnytska
Kontrabassi, bassagítar, fiðla, hljóðgervill & söngur: Mikołaj Pospieszalski
Trommur, slagverk & söngur: Bartosz Mikołaj Nazaruk
Sérstakir gestir: Háskólakórinn (Gunnsteinn Ólafsson) & Chris Foster, langspil

DAGADANA (PL/UA)
4.500 kr
Kaupa miða

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi í Hörpu. Tónmöskvi er í miðasölu.

Stoppistöðin Harpa er næst Hörpu en einnig er stoppistöðin Lækjartorg nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 3
LEIÐ 1
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14