1.-16. júní 2024

Sæskrímslin

1. JÚN
15:00
MIÐBAKKI, REYKJAVÍK

Risavaxið íslenskt götuleikhús á hafnarbakkanum

Á opnunardegi Listahátíðar birtast ótrúlegar kynjaverur í kringum höfnina í Reykjavík þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.

Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Fréttir hafa borist af því að togari á veiðum rétt fyrir utan landgrunnið hafi fengið risavaxna og áður óþekkta lífveru í trollið. Skömmu síðar varð hann vélarvana og sendi út neyðarkall. Togarinn hefur nú verið dreginn í höfn. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum vísindamanna við þessu furðufyrirbæri gefst almenningi einstakt tækifæri til þess að berja ferlíkið augum. Eru sæskrímsli úr þjóðsögum okkar komin fram í dagsljósið og hvaða skilaboð færa þau okkur?

Sæskrímslin láta ekki staðar numið eftir opnunarhátíðina heldur munu þau halda áfram ferð sinni um landið og koma við á fjórum stöðum til viðbótar.

Verkið var pantað sérstaklega af Listahátíð í Reykjavík.

Listrænir stjórnendur: Eyrún Ævarsdóttir (IS) & Jóakim Meyvant Kvaran (IS), Hringleikur 
Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir (IS), MurMur Productions
Gervasmíði og hönnun: Daniel Adam Pilkington (GB/IS) & Thomas Burke (US/IS), Pilkington Props
Útlitshönnun: Brian Pilkington (GB/IS)
Leikgerð: Hildur Knútsdóttir (IS)
Tónskáld: Friðrik Margrétar- Guðmundsson (IS)
Öryggismál og rigger: Thomas Burke (US/IS)
Aðstoð við gervasmíði: Björg Einarsdóttir (IS)
Þjóðfræðingur: Dagrún Ósk Jónsdóttir (IS)
Meðframleiðandi: Listahátíð í Reykjavík (IS)
Flytjendur: Alejandro Bencomo (IS), Axel Diego (IS), Bjarni Árnason (IS), Bryndís Torfadóttir (IS), Daniel Adam Pilkington (GB/IS), Harpa Lind Ingadóttir (IS), Jóakim Meyvant Kvaran (IS), Lauren Charnow (US/IS), Thomas Burke (US/IS)
Einnig ungmenni á hverjum stað.

Hringleikur (IS)
Pilkington Props (IS)

1. júní kl. 15:00
Miðbakki, Reykjavík

4. júní kl. 17:15
Smábátahöfnin v/Faxabraut, Akranesi

8. júní kl. 15:00
Byggðasafn Vestfjarða, Ísafirði

12. júní kl. 17:15
Naustagarður, Húsavíkurhöfn, Húsavík

15. júní kl. 15:00
Norðfjarðarkirkja, Neskaupstað

Ókeypis

Sviðslistasjóður, Launasjóður listamanna, Barnamenningarsjóður, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, Uppbyggingarsjóður Austurlands, Menningarsjóður Múlaþings, Menningarstofa Fjarðarbyggðar, List fyrir alla, Skrímslasetrið á Bíldudal, Bílaleigan Höldur, Byggðasafn Vestfjarða, Faxaflóahafnir, Akraneskaupstaður, Ísafjarðarbær, Norðurþing, Fjarðabyggð, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Safnahúsið á Húsavík, listahátíðin Innsævi

Aðgengi

Viðburðurinn fer fram utandyra í almenningsrými. Farin er um 500 metra leið frá Miðbakka yfir að Hörpu á meðan á sýningunni stendur og leikið á þremur stöðum á leiðinni. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla á gangstéttum alla leiðina. Flytjendur færa sig um á meðal áhorfenda. Í sýningunni er notuð hávær tónlist og hljóð. Sýningin er stór í sniðum og getur verið ógnvekjandi.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 4
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14
LEIÐ 55