1.-16. júní 2024

Hér & nú: List og vellíðan

5. JÚN
16:30
IÐNÓ

Happy hour í Klúbbnum þar sem við köfum í möguleika listanna til að stuðla að vellíðan. Opnar umræður, brot úr tónverki Kordu Samfóníu, lyfleysa við meðvirkni í boði Codapent og lög af bataplötu Tilfinningakórsins.

Codapent er verkefni þar sem lyfleysan Codapent býður þátttakendum uppá tillögur að bataferli við meðvirkni. Sýndarmeðferðin kannar hvernig listin getur læknað gömul sár og möguleika lyfleysunnar á að veita skjótan bata. Hrefna Lind Lárusdóttir listrænn stjórnandi mun gefa sýn inn í sköpunarferlið og Tilfinningakórinn ásamt Pétri Eggertssyni kórstjóra flytur nokkur lög af væntanlegri bataplötu. 

Korda Samfónía er óhefðbundnasta hljómsveit landsins þar sem saman koma 35 einstaklingar á aldrinum 20-70+ ára á ólíkum stöðum í lífinu. Þar er að finna sprenglært og þaulreynt starfandi tónlistarfólk sem og nemendur úr Listaháskóla Íslands, sjálfmenntað tónlistarfólk og fólk sem aldrei hefur áður lagt stund á tónlist en einnig fólk sem orðið hefur fyrir áföllum og er mislangt komið í endurhæfingaferli.


Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths
Dr Þorbjörg Daphney Hall
Hrefna Lind Lárusdóttir

16:30-17:30

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13