1.-16. júní 2024

Hringrás

8. JÚN - 22. SEP
LISTASAFN ÍSLANDS

Alltumlykjandi myndbands- og hljóðverk í Listasafni Íslands

Í verkinu Hringrás eftir Tuma Magnússon koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem listamaðurinn hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólíkum fyrirbærum, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með hraðabreytingar og leggur að jöfnu hið örsmáa hið gríðarstóra. Tumi veltir því fyrir sér hvað það taki langan tíma að fara frá einum stað til annars og hversu hratt þarf að ferðast til þess að komast á áfangastað. 

Hinn manngerði hversdagsleiki hefur löngum verið Tuma hugleikinn en í Hringrás tekst hann á við náttúruna á óvæntan hátt. Í verkinu kallar Tumi fram óvænta fleti á kunnuglegum fyrirbærum og kveikir ný hugrenningatengsl með áhorfandanum. Verkið er 14 rása vídeó- og hljóðinnsetning sem fyllir salinn myndum og hljóðum.

Tumi Magnússon (IS)

Opnun 8. júní kl 17:00
Opnunartími: Alla daga kl. 10:00-17:00

0- 2.200 kr

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi. Næsta strætóstoppistöð heitir Hallargarðurinn. Stoppistöðvarnar Ráðhúsið, MR og Lækjartorg eru einnig nærri.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 55