Listahátíð í Reykjavík 2018
1. - 17. júní 2018
Þema hátíðarinnar „HEIMA“
Þó viðburðir Listahátíðar 2018 hafi verið afar fjölbreyttir bæði að gerð og innihaldi tengdust þeir flestir í gegnum yfirskrift hátíðarinnar: „Heima”.
Heima í pólitískum / samfélagslegum skilningi
Meðal annars má skoða hugmyndina um „heima“ í ljósi breyttrar heimsmyndar og þeirrar hreyfingar sem nú er komin á jarðarbúa bæði vegna stríðs- og efnahagsástands. Hvað er heima fyrir þeim sem hefur misst allt? Að hve miklu marki hefur aukin ferðamennska, netheimar og alþjóðavæðingin haft áhrif á hugmyndir okkar um heima?
Heima í sögulegu samhengi
Heima má líka skoða í bæði jarðsögulegu, sögulegu og menningarsögulegu samhengi. Árið 2018 verða liðin 100 ár frá því Ísland hlaut fullveldi. Hvað er heimaland? Hvernig tengist „heima“ sjálfsmynd einstaklinga og þjóðar?
Heima í persónulegu / listrænu samhengi
Hvenær líður okkur eins og við séum heima? Hvað tengir okkur við staði og annað fólk á þann hátt að okkur finnst við vera komin heim? Er listin sjálf ef til vill eilíf leit að þessari tengingu?
Dagskrá 2018
Á dagskrá Listahátíðar voru 34 viðburðir sem má sjá í Gagnasafni Listahátíðar hér.
33 einstakir viðburðir voru á aðaldagskrá og 36 viðburðir voru í Klúbbi Listahátíðar. Alls voru 183 viðburðir á 18 dögum.
1000 þátttakendur af 22 þjóðernum tóku þátt í dagskrá hátíðarinnar.
Viðburðir Listahátíðar 2018 fóru fram á 48 viðburðarstöðum um allt land.
35 þúsund áhorfendur sáu viðburði hátíðarinnar.
Teymi Listahátíðar í Reykjavík 2018
Listrænn stjórnandi: Vigdís Jakobsdóttir
Framkvæmdastjóri: Fjóla Dögg Sverrisdóttir
Kynningarstjóri: Alexía Björg Jóhannsdóttir
Verkefnastjórar: Anna Rut Bjarnadóttir, Friðrik Agni Árnason, Renaud Durville
Klúbbstjóri: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Ritstjóri: Björg Björnsdóttir
Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir
Hönnun: Döðlur
Klúbbur Listahátíðar 2018
Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár var Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á Listahátíð 2018.
Klúbburinn gegndi mikilvægu hlutverki um árabil, ekki síst á níunda og tíunda áratugnum, sem samkomustaður fyrir listafólk og gesti hátíðarinnar þar sem lifandi tónlist var í hávegum höfð. Klúbburinn var lengst af rekinn í Félagsstofnun stúdenta og síðar m.a. á Hótel Borg, Hressó, Iðnó og Sólon Íslandus.
Klúbbur Listahátíðar 2018 var opinn alla dagana sem hátíðin varði eða frá 2.-17. júní og var að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Klúbburinn var sérstaklega innréttaður fyrir hátíðina í fjölnotarými safnsins og þar var hægt að njóta ljúfra veitinga og úrvals listviðburða á meðan á hátíðinni stóð.
Myndaalbúm
![Saurus](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F54ef3d89-c9a5-49af-87f6-9daeb7ff8fc1_Saurus.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![Opnun Listahátíðar](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F8161743c-1457-46ab-b631-d58ab3eafcb5_Atomstar.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![Flor de Toloache](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F651487de-d5f4-41e1-b9c7-6804e4d9fe35_Flor.de.Toloache.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![Einskismannsland](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F9c9d78de-67dd-49f5-93a1-2a5898160293_Photo%2B02-06-2018_%2B12%2B58%2B16.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Fa4acf737-9f4b-4aef-bb56-e6613a4037d6_Photo%2B08-06-2018_%2B17%2B08%2B01%2B%25281%2529.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F4cc3459e-38b7-43aa-a1c5-5598171d4acf_Photo%2B14-06-2018_%2B21%2B05%2B30.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F9b58046f-e743-4827-ab17-e1de1c1f72a2_Photo%2B09-06-2018_%2B21%2B10%2B12.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F5f96eb7e-be13-4634-9f69-f0a4cc76870e_2018-06-09%2B14.15.21.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Ffe19d59c-bff2-43af-b2dd-9b95ca2b6579__MG_3292.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F8449f07d-69ce-4308-98e4-67bc8716b7de_Sinfoniuhljomsveit_Islands_EldborgHall_AriMagg_.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F40b6b339-fbc3-4f91-a17a-4d9ead95708c_42410240_10155897320463597_9122840871228669952_o.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F0cbfb666-5914-4dca-8681-d2231fa411d7_2018-06-05%2B10.57.51.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Ffcd861ba-e588-4896-ab4c-16a3cd67cfca_2018-06-06%2B20.19.19.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F39a0e546-17ea-43bb-8ca2-773b02c803de_35884199_2029003263785673_7739950664221982720_n.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F7e83464a-e238-42a8-a22b-104e6bfb8d7f_Photo%2B14-06-2018_%2B22%2B07%2B23.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Ff2a2b447-32dc-417d-857a-f530b076119e_IMG_7337.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F1aec0a61-1fc1-414e-80a4-468933568ff8_34855619_10156524005913417_669181515606786048_n.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F3868396d-1aa3-449c-8599-ebf7f26cea2f_Photo%2B02-06-2018_%2B22%2B32%2B13.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Fe96d1362-c773-4fb6-9191-a86a6d444a6b_Photo%2B03-06-2018_%2B12%2B31%2B15.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2F186aace5-549c-47b5-87a2-dfcdf82668b3_Photo%2B10-06-2018_%2B14%2B26%2B44.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistahatid%2Fb9aa0d5d-b013-4400-acea-5a5e24a03548_Photo%2B14-06-2018_%2B22%2B07%2B23.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1300&q=75)