1.-16. júní 2024

Ruslveisla— Matarganga & opið eldhús

3. JÚN
17:00
IÐNÓ

Hönnuðurinn Elín Margot og kokkurinn Pola Sutryk bjóða gestum að ganga með sér umhverfis Tjörnina í leit að hráefni sem svo er nýtt í opnu eldhúsi. Saman breytum við hráefnum úr náttúru og ruslafötum borgarinnar í dýrindismáltíð, sköpum nýjar uppskriftir og gerum rusl að sannkölluðum fjársjóði.

Pola Sutryk er kokkur, listakona og kennari sem vinnur með hráefni sem finnast í umhverfi okkar og hefðbundna heimamatreiðslu. Hún nýtir skynjun sína og vistfræðilega og pólitíska næmni og yfirfærir á svið matar og menningar.

Elín Margot er rannsakandi hönnuður sem storkar viðteknum hugmyndum og færir okkur innsýn í mögulega framtíð með hönnun hluta, viðburða og upplifana.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Ljósmynd: Curro Rodriguez

Elín Margot Ármannsdóttir
Pola Sutryk

17:00-20:00

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13