1.-16. júní 2024

Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar

3. - 16. JÚN
FURULUNDUR, HEIÐMÖRK

Gagnvirk gönguleikhús í Heiðmörk

„Eftir innilegt og mannbætandi samtal við sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni hélt ég út í náttúruna til að finna svör við spurningum sem ég vissi ekki einu sinni að brynnu á mér ...“

Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar er gagnvirkt gönguleikhús sem fram fer í Heiðmörk þegar þátttakendum hentar og á þeim hraða sem þeir kjósa. Þátttakendur ganga eftir fyrirfram ákveðinni leið með hljóðverk í eyrunum. Umhverfið verður þannig ljóslifandi vettvangur þessarar óvæntu frásagnar þar sem náttúra, mennska og tækni stíga sinn viðkvæma dans.

(Ó)Sómi þjóðar hefur í rúman áratug skapað listaverk af ýmsum toga við góðan orðstír, bæði á sviði, í útvarpi og í kvikmyndaformi. Hér býður hópurinn okkur í ferðalag út í náttúruna og inn í okkur sjálf.

Áhorfendur fara á tryggvigunnarsson.is og fylgja þar leiðbeiningum hvernig á að ná í appið Locatify Smartguide og hlusta á verkið. Fyrsta kaflann er hægt að spila hvar sem er, til dæmis við sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni, en því næst er haldið í Furulund í Heiðmörk þar sem sjálf gangan hefst.

Höfundur & leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikarar: Hilmir Jensson, Hannes Óli Ágústsson & Sólveig Guðmundsdóttir

Tónlist og upptökustjórn: Valdimar Jóhannsson

Tryggvi Gunnarsson (IS)
Valdimar Jóhannsson (IS)

Hvenær em er

Ókeypis

Sviðslistasjóður
Launasjóður listamanna

Aðgengi

Leiðsögnin í verkinu er um göngustíga í Heiðmörk sem eru misaðgengilegir notendum hjólastóla. Einnig er hægt að hlusta á sjálft hljóðverkið hvenær og hvar sem er.