Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Tónlist Ókeypis

Sálarfóður

LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR (ISL), ELÍSABET WAAGE (ISL)

5
jún.
6
jún.
7
jún.
Hrafnista, Landspítali, Grund, Skjól, Klúbbur, Eir
Sjá kort

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari heimsækja dvalarheimili, sjúkrastofnanir og Klúbb Listahátíðar með hljóðfærin sín og leika glænýjar útsetningar tónskáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á þekktum þjóðlögum og sönglögum. 

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir með hljóðfærin sín og leika glænýjar útsetningar tónskáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á þekktum þjóðlögum og sönglögum. Einnig verða einir tónleikar, opnir almenningi, í Klúbbi Listahátíðar. Tónlistin á alls staðar heima og gefur nauðsynlega sálarnæringu í amstri lífsins. Íslensku þjóðlögin sem eitt sinn voru sungin í baðstofum gleðja enn - bæði heima og að heiman.

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari hafa leikið saman um árabil. Þær hafa haldið fjölmarga tónleika á Íslandi og í Hollandi og gert upptökur. Mörg íslensk tónskáld hafa samið og tileinkað þeim tónsmíðar sínar. Árið 2008 komu þær fram á Heimsþingi hörpuleikara (World Harp Congress) í Amsterdam. Árið 2012 léku þær á Ítalíu og árið 2013 í Berlín. Geisladiskur þeirra, Serena, kom út í lok ársins 2008.

Listamenn: Laufey Sigurðardóttir, Elísabet Waage
Útsetningar: Tryggvi M. Baldvinsson

5. júní
Kl. 11:00 - Hrafnista Hafnarfirði
Kl. 14:00 - Landspítali 

6. júní
Kl. 10:30 - Grund
Kl. 14:00 - Skjól

7. júní
Kl. 12:15 - Klúbbur Listahátíðar
Kl. 14:30 - Eir