Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Tónlist Úti Ókeypis Fjölskylduvænt

Reykjavík GPS

ÚLFUR ELDJÁRN (ISL), HALLDÓR ELDJÁRN (ISL)

4
jún.
-
17
jún.
Miðbær Reykjavíkur
Sjá kort

Tónverkið Reykjavík GPS er óður til miðborgarinnar í Reykjavík í fortíð, nútíð og framtíð. Tónlistin er tengd við ákveðin GPS-hnit í miðbænum þannig að þú heyrir hana breytast á rölti þínu um bæinn.  

Kíktu á https://www.rvkgps.com og skelltu þér af stað. 

Tónverkið Reykjavík GPS er óður til miðborgarinnar í Reykjavík í fortíð, nútíð og framtíð. Tónlistin er tengd við ákveðin GPS-hnit í miðbænum þannig að þú heyrir hana breytast á rölti þínu um bæinn. Hver og einn velur sér þannig leið í gegnum verkið og upplifir það og borgina á sinn hátt. Tónverkið er eins og falið landslag, ósýnileg borg í borginni, sem bíður þess að vera könnuð.Til að njóta tónverksins þarf snjallsíma, góð heyrnartól og skó. Frá 4. júní er verkið opið og öllum aðgengilegt á: rvkgps.com

Úlfur Eldjárn hefur gefið út tónlist undir eigin nafni, samið fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og er auk þess meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat. Halldór Eldjárn býr til tónlist undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sykri, en er einnig menntaður forritari. Bræðurnir hafa áður gert gagnvirkt tónverk, ásamt Sigurði Oddssyni, Strengjakvartettinn endalausa (infinitestringquartet.com).

 

Opnun: 4. júní kl. 12:00 - við Hallgrímskirkju

 

Tónlist: Úlfur Eldjárn
Forritun: Halldór Eldjárn