30. maí -14. júní 2026

Raddir úr blámanum

12. JÚN
20:00
BREIÐHOLTSKIRKJA

Benedikt Kristjánsson syngur

Raddir úr blámanum er sveigur sönglaga fyrir tenór og lítinn kammerhóp. Ólíkar sönghefðir af veraldlegum og trúarlegum toga eru speglaðar í gegnum tíma og yfir landamæri, endurlesin og kompóneraðar að nýju í gegnum linsu samtímans.

Þuríður Jónsdóttir er eitt okkar mikilvirkustu samtímatónskálda og eru verk hennar pöntuð og leikin víðsvegar um heim, jafnt vestan hafs sem í Evrópu. Í verkum sínum skapar hún nýja og blæbrigðaríka hljóðheima. Benedikt Kristjánsson tenór er margverðlaunaður fyrir söng sinn og hefur komið fram sem einsöngvari í mörgum helstu tónlistarhúsum heims. Tónlistarhópurinn Ensemble Adapter hefur starfað á alþjóðavettvangi í tuttugu ár og gerir metnaðarfullar listrænar tilraunir með listafólki úr ólíkum greinum.

Tónskáld: Þuríður Jónsdóttir
Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson tenór
Ensemble Adapter:  Gunnhildur Einarsdóttir / harpa, Matthias Engler / slagverk, Ella Vala Ármannsdóttir / horn, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir / fiðla og Alexandra Kjeld / kontrabassi

Þuríður Jónsdóttir (IS)
Benedikt Kristjánsson (IS)
Ensemble Adapter (DE/IS)
4.500 kr
Kaupa miða

Tónlistarsjóður

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla.
Strætóstoppistöðin Stekkjarbakki er næst en stoppistöðin Mjódd er einnig lálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 2
LEIÐ 3
LEIÐ 4
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 17
LEIÐ 24