Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Klúbbur Ókeypis Tónlist Frásagnalist

Crossings

Abraham Brody (USA, LTU)

13
jún.
Kl. 20:00
Klúbbur Listahátíðar, Listasafni Reykjavíkur
Sjá kort

Í heimi nútímans eru fjarlægðir og tungumál ekki lengur fyrirstaða samskipta. Við búum jafnvel í fleiri en einu landi og sjálfsmynd okkar er ekki endilega bundin við ákveðna menningu eða þjóðerni.

Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody býður upp á tónleika þar sem hann kafar djúpt í marglaga sjálfsmynd nútímalistamannsins í hnattvæddum heimi. Hann fléttar forn, litháísk stef inn í tónsmíðar sínar, bæði á litháísku og ensku, og notast við margslungnar lúppur, rödd, fiðlu, píanó og önnur hljóðfæri, bæði ný og forn. Gestur Abrahams verður Ásta María Kjartansdóttir sem spilar á selló. 

Abraham Brody hefur meðal annar unnið með hinni virtu gjörningalistakonu Marinu Abramovic og var nýlega staðarlistamaður í Barbican Centre í London og hjá National Sawdust í New York. Meðal annarra hápunkta á ferli hans má nefna tónleikaferð um Eystrasaltslöndin árið 2018, en þar kom hann meðal annars fram í Great Amber Hall í Liepaja, hans fyrstu tónleika í Kennedy Center í Washington, D.C., framundan hjá Brody er EFG London Jazz Festival debut í Village Underground í Nóvember, og frumflutningur á verkum Brody´s með orchestra at National Sawdust í New York með Contemporaneous Ensemble í Október.