Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Dans Þátttökuverk Fjölskylduvænt Ókeypis

Asparfell

Alexander Roberts (GBR), Ásrún Magnúsdóttir (ISL)

9
jún.
Kl. 16:00
Asparfell
Sjá kort

Ekki er hægt að ábyrgjast gott aðgengi á þessum viðburði.

Þér er boðið í alvöru blokkarpartý!

Þér er boðið í alvöru blokkarpartý! Íbúar blokkarinnar í Asparfelli 2-12 í Breiðholti ætla að bjóða gestum Listahátíðar í danspartý á heimilum sínum. Í íbúðum blokkarinnar býr fólk á öllum aldri, af mismunandi uppruna og kynjum, fjölskyldur, einstaklingar, vinir, pör og dýr. Húsráðendur ætla að opna íbúðir sínar og gestum er boðið að rápa á milli íbúða og taka þátt í alls konar partýum með fjölbreyttum gestgjöfum. Í sumum íbúðum verða partýin stór og með hárri tónlist, full af dansandi fólki á meðan önnur verða rólegri, fámenn og lágvær - og svo allt þar á milli. Húsráðendur hanna sinn heimavöll og stjórna sínu partýi.

Nágrannar ætla að sameina krafta sína og fólk sem kannski hittist ekki oft í daglegu lífi ætlar að fagna samfélaginu sínu og hverju öðru – þó það sé bara rétt á meðan á blokkarpartýinu stendur. Gestir Listahátíðar munu dansa með húsráðendum Asparfells, heyra sögur þeirra og kynnast daglegu lífi þeirra.

Þannig verðum við öll betri nágrannar hvers annars.

Ókeypis er á viðburðinn en vegna takmarkaðs pláss fer skráning fram á skraning@artfest.is

Ekki er hægt að ábyrgjast gott aðgengi á þessum viðburði.