Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Ljósmyndir Ókeypis

111

Spessi (ISL)

3
jún.
-
17
jún.
Kl. 14:00-17:00
Rýmd, Völvufelli 13
Sjá kort

Portrettmyndir Spessa úr póstnúmerinu 111 bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir Breiðholtið. Hér er á ferðinni örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni.

Breiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreytileika í nýrri röð ljósmynda Spessa sem sýndar eru í galleríinu Rýmd í Völvufelli. Portrettmyndir Spessa úr póstnúmerinu 111 bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir Breiðholtið. Hann gætir þess að halda hæfilegri fjarlægð af virðingu við viðfangsefnið. Hér er á ferðinni örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni.

„Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftirvæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu.“ E.G.


Listamaður:
Spessi

Opnun: 3. júní kl 14:00
Opnunartími: fim-sun kl. 14:00-17:00

Þakkir fá: Rýmd, Listaháskólinn, Leiknir, Æsa Sigurjónsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þórður Einarsson, Breiðhyltingar

Sýningin er í samstarfi við Breiðholts Festival og er styrkt af starfslaunasjóði listamanna og menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.