Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
4
september

Útvarpsþættir R1918 tilnefndir til Prix Europa ljósvakaverðlauna 2018

Útvarpsþáttur R1918 hefur verið tilnefndur til Prix Europa ljósvakaverðlaunanna 2018 í flokki útvarpsþátta. 

R1918 var stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum. Verkefnið náði svo hámarki sunnudaginn 10. júní með risastórum gjörningi sem fram fór í miðborg Reykjavíkur með aðkomu hátt í 200 almennra borgara.

Útvarpsþættir R1918 hafa nú verið tilnefndir til evrópsku ljósvakaverðlaunannna Prix-Europa 2018 í flokki útvarpsþátta. Ríkisútvarpið, Landsbókasafn-Háskólabókasafn og Listahátíð í Reykjavík unnu saman að gerð þáttanna.

Þessi tilnefning er enn ein staðfestingin á samfélagslegu gildi þessa verkefnis, sem á undursamlegan hátt tengdi saman nútíð og fortíð, fræðasamfélagið og listirnar, ólíkar kynslóðir og fólk úr bókstaflega öllum áttum og Listahátíð í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölda fólks sem kom að verkefninu og gerðu það að veruleika. 

Innslögin eru öll á heimasíðu Listahátíðar ásamt frumheimildum: 
http://listahatid.is/vidburdir/r1918/