Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
8
mars

Gunnar Karel Másson ráðinn verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík

Gunnar Karel Másson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík og hóf hann störf þann 18. febrúar.

Gunnar Karel lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Konunglega danska tónlistarháskólann. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi Sonic Festival í Kaupmannahöfn og hefur verið listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga síðan 2016. Gunnar Karel hefur mikla reynslu af norrænu samstarfi í gegnum nám sitt, hátíðarstörf auk nefndarstarfa í tengslum við Ung Nordisk Musik og Nordic Music Days. Gunnar Karel er auk þess tónfræðigreinakennari hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og Tónlistarskóla Grafarvogs og meðlimur í leikhópnum 16 elskendur.

Gunnar Karel mun stýra nýju verkefni Listahátíðar, Platform GÁTT, sem unnið er í samvinnu við Bergen International Festival, Helsinki Festival, Nuuk Nordic Culture Festival og Norðurlandahúsið í Færeyjum. Platform GÁTT er hluti af formennskuáætlun Íslands 2019 í Norrænu ráðherranefndinni og hefur það að markmiði að að veita ungu listafólki á Norðurlöndunum tækifæri til að tengjast innbyrðis og koma listsköpun sinni á framfæri.