Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
9
mars

Abraham Brody á Listahátíð

Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody verður í Klúbbi Listahátíðar 13.júní.

Abraham Brody hefur meðal annars unnið með hinni virtu gjörningalistakonu Marinu Abramovic og var nýlega staðarlistamaður í Barbican Centre í London og hjá National Sawdust í New York. Meðal annarra hápunkta á ferli hans má nefna tónleikaferð um Eystrasaltslöndin árið 2018, en þar kom hann meðal annars fram í Great Amber Hall í Liepaja, hans fyrstu tónleika í Kennedy Center í Washington, D.C. og tónleikaferð með buryat-síberíska þjóðlagatónlistarmanninum Alexander Arkhincheev.

Nánari upplýsingar og myndbönd hér