Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018

Fyrir umsækjendur

Eyrarrósin verður veitt í fjórtánda sinn 1. mars 2018. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni sem hafa fest sig í sessi utan höfuðborgarsvæðisins (á starfssvæði Byggðastofnunar). Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.

HVERJIR GETA SÓTT UM?

Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð utan höfuðborgarsvæðisins.

 

HVENÆR ER SKILAFRESTUR UMSÓKNA?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2018 og skal skila umsóknum með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað hér. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018. 

 

HVERNIG FER VALIÐ FRAM?

Valnefnd er skipuð fulltrúum frá Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík auk menningarfulltrúa af starfssvæði Byggðastofnunar. Valnefnd fer vandlega yfir hverja umsókn og fylgigögn. 

Af umsækjendum verða sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann og af þeim hljóta svo þrjú verkefni tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar. Eitt þeirra hlýtur sjálfa Eyrarrósina 2018 en henni fylgja 2.000.000 kr. peningaverðlaun. Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun; 500 þúsund hvort.