Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Tónlist

Vökuró

Jórunn Viðar (ISL)

10
jún.
Kl. 20:00
Gamla bíó
Sjá kort

Á þessum alltumvefjandi tónleikum mun íslenskt tónlistarfólk í fremstu röð veita sönglögum Jórunnar Viðar kærleiksríka meðferð. 

Á þessum alltumvefjandi tónleikum mun íslenskt tónlistarfólk í fremstu röð veita sönglögum Jórunnar Viðar kærleiksríka meðferð. Saman og hvert í sínu lagi mun þessi hæfileikaríki hópur listafólks ljá verkum Jórunnar persónulegan blæ með stundum óvæntri hljóðfæraskipan og mörgum af fegurstu söngröddum landsins.

Tónskáldið Jórunn Viðar sem lést á síðasta ári, hefði fagnað 100 ára afmæli sínu í nóvember næstkomandi. Lífshlaup hennar var um margt einstakt, en í tuttugu ár var hún eina konan í Tónskáldafélaginu. Hún nam píanóleik í Þýskalandi og var þar samtíða tónskáldum á borð við Jón Leifs og Pál Ísólfsson. Hún varð frá að hverfa vegna seinni heimsstyrjaldarinnar en síðar stundaði hún nám í tónsmíðum við Juillard í Bandaríkjunum. Jórunn var frumkvöðull á sviði ballett- og kvikmyndatónlistar hér á landi auk þess sem hún samdi fjölmörg þjóðþekkt sönglög.

 

Listamenn: Sóley Stefánsdóttir, Sigríður Thorlacius, Katrína Mogensen,Alexandra Baldursdóttir, Högni Egilsson, Snorri Helgason, Mr. Silla, Ólöf Arnalds,Skúli Sverrisson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir & Margrét Arnardóttir.

„OG EKKI KALLA MIG KVENTÓNSKÁLD, – ÉG TALA ALDREI UM KARLTÓNSKÁLD“ -Jórunn Viðar