1.-16. júní 2024

Rokkað og dansað með Sæma Rokk

13. JÚN
20:00
IÐNÓ

Hér er blásið til fagnaðar af listrænni kæti - til að stíga dans, finna lífið í kroppnum, taktinn í hjartanu. Við dönsum inn í nóttina ellinni til heiðurs undir handleiðslu Sæma Rokk.

Sæmi Rokk Pálsson, Rebekka A. Ingimundardóttir og Þórey Sigþórsdóttir unnu saman við uppsetningu verksins „Ég lifi enn. Sönn saga” í Tjarnarbíó í fyrra. Þar var sleginn upptaktur fyrir þessa samvinnu. Þau vilja skapa vettvang fyrir kynslóðirnar til að hittast, dansa og fagna saman.

https://www.facebook.com/blik.productions

Ljósmynd:
Ardian Lumi

Ásdís Skúladóttir
Rebekka A. Ingimundardóttir
Þórey Sigþórsdóttir BLIK Productions
Sæmi Rokk

20:0-22:00

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13