1.-16. júní 2024

Rás

13. JÚN - 4. ÁGÚ
NÝLISTASAFNIÐ

Myndlistarsýning sem höfðar til eyrnanna

Hvernig er hægt að skapa sýningu sem höfðar fyrst til eyrna, en ekki augna? Sýningin er hugsuð sem mögulegt svar við þeirri mótsögn sem felst í því að „sýna hljóð“ og verður í leiðinni leikur eða þraut.Í spurningunni felst ákveðinn ómöguleiki, en hljóði fylgir yfirleitt sjónræn umgjörð. Erfitt er að koma í veg fyrir að myndir birtist í umhverfinu eða í huga hlustandans. Á sýningunni er hljóð því skoðað út frá sínum efnislegu og eðlislægu eiginleikum. Þegar hljóð fær að vera hljóð eitt og sér verða tengingar þess við minningar okkar og aðra staði skýrari og áþreifanlegri. Við tökum að finna líkamlega fyrir hljóðinu, færast úr stað, ferðast um hljóðheiminn. Samhliða sýningunni verður sótt í arkífefni úr safni Nýlistasafnsins, ásamt fleiri hljóðarkífum. Gestir mega búast við óvæntum uppákomum yfir sýningartímann.

Sýningarstjórar: Þorsteinn Eyfjörð (IS) & Sunna Ástþórsdóttir (IS)
Myndlistarfólk: Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS), Logi Leó Gunnarsson (IS), Hildur Elísa Jónsdóttir (IS), Aki Onda (JP)

Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS)
Logi Leó Gunnarsson (IS)
Hildur Elísa Jónsdóttir (IS)
Aki Onda (JP)

Opnun: 13. júní kl. 17:00
Opnunartími: Mið til Sun kl. 12:00-18:00

Ókeypis

Launasjóður listamanna
Reykjavíkurborg
Myndlistarsjóður

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi. Næsta strætóstoppistöð heitir Grandi. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 14