Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Ókeypis Fjölskylduvænt Þátttökuverk

R1918

Reykvíkingar (ISL)

1
jan.
-
10
jún.
Kl. 13:00-18:00
Reykjavik
Sjá kort

Viðburðurinn fer fram á ýmsum stöðum utandyra í miðborginni og er aðgengilegur öllum.

Líkt og leiftur úr fortíð birtast okkur Reykvíkingar ársins 1918 og horfa beint í augun á okkur.

Tíminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018 í fjölmennasta viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast ljóslifandi víðsvegar um borgina og horfa beint í augun á okkur, hundrað árum síðar.

R1918 er stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum (öll innslögin má nálgast hér neðar á síðunni). Verkefnið nær hámarki sunnudaginn 10. júní með risastórum gjörningi sem fram fer í miðborg Reykjavíkur með aðkomu hátt í 200 almennra borgara.

ATH.
Enn er tekið á móti umsóknum um þátttöku í þessum fjölmenna viðburði. Fólk á öllum aldri getur sótt um. 

Til þess að skrá sig til þátttöku er nóg að fylla út rafrænt eyðublað hér.

Gjörningurinn er einfaldur og án orða en krefst þess að mæta á nokkrar æfingar í maí og júní. 


Listrænt teymi borgargjörnings: 
Ágústa Skúladóttir, Þórunn María Jónsdóttir og almennir borgarar.

Gerð R1918 útvarpsinnslaga: 
Starfsfólk Landsbókasafns - háskólabókasafns, Bjarni Jónsson, Úlfur Eldjárn, Þorgerður E. Sigurðardóttir & RÚV.

Þakkir: 
Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Búningadeild RÚV, Íslenska óperan, Borgarsögusafn & Þjóðdansafélag Reykjavíkur.

 

R1918 er unnið í samstarfi við RÚV, Landsbókasafn - háskólabókasafn og fleiri aðila.

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.
 

Viðburðurinn fer fram á ýmsum stöðum utandyra í miðborginni og er aðgengilegur öllum.

Útvarpsþættir